daria * blogg hégómans
|
miðvikudagur, ágúst 10, 2005 HÓPEFLI Bojkottum KEA-vörur. Ekkert Bananasplittskyr, Smúþídrykkur eða Frissi Fríski. Gaman þegar svona CEO-menn búa til lög handa sjálfum sér. Hver þarf að virða almannalög? Ekki ég, því ég vinn hjá KEA. Ég pant vera hafin yfir lögin þegar ég verð stór. |Dagga| 15:23 þriðjudagur, ágúst 09, 2005 NEEEEEEEEEIIIIIIII!!!!! Ó nei!!! Ykkur finnst þetta kannski ekki baun merkilegt, en ég er að missa ad helvíti góðu partíi. London kallar um sömu helgi. Þetta þýðir aðeins eitt: Ég mun gera heiðarlega tilraun til gjaldþrots í HMV og Boots í sárabætur. Og borða líbanskan mat. Hvílík örlög. Ég er í alvöru mjög mjög mjöög spæld yfir þessu. En - málefnaþingið verður helgina á undan, you win some, you lose some. Ef maður ætlar að ná skaðabótarétti ætti maður víst huga að jöfnum og þéttum lærdómi yfir önnina. Pleh. Minningin um skelfinguna sem greip mann heljartökum 2. nóvember 2004 er dágott eldsneyti. Drífa sig áfram á hörmungunum. Sem skiluðu helmingi meiri gleði, ef út í það er farið. Kannski fjallar þessi kvikmynd um rannsóknir á germönskum lögum og stjórnarhefðum? Það skyldi þó aldrei vera. Einhvernveginn held ég samt að svo sé ekki og myndin sé slæm. Sendum þessu fólki góða strauma. Mér sýnist sem Alda litla sé búin að standa sig eins og hetja, enda ekki öllum litlum stelpum auðvelt að fara til útlanda í hjartaaðgerð. Og Pé ess. Var að uppfæra tenglana. Meginreglan er að vanda sú að hætta að tengja á blogg sem ég les aldrei og linka ekki inn á mig. Ef þið takið eftir einhverri vöntun, látið mig vita og ég laga. Einnig ef eitthvað er ekki í lagi. Þakka líka fyrir sig. |Dagga| 13:27 mánudagur, ágúst 08, 2005 Akurgerði 44 Skötuhjúin úr Kragakjördæminu hafa flutt sig um set. Í lítilli kytru austur í bæ hefur nú ungt par farið í Ikea, keypt filtteppi, lagað krana og sett upp Billy hillur. Útkoman er alls ekki sem verst, og lærdómsnæðið er par exellans. Auk þess er heimilistækjakosturinn til fyrirmyndar. Hraðsuðukannan Hanna, Samlokugrillið Melissa, Kaffikannan Kristel Elfa, Tekannan Eva og Brauðristin Yúrí Gagarín hafa það þrælgott í bláa eldhúsinu. Kranarnir eru eitthvað lekir, en vottþehell. Svo kemur sófi í vikunni, mamma arfleiðir okkur að ýmsu eftir okkar flutninga og ég veit ekki hvað og hvað. Eina sem vantar er hugsanlega ísskápur, það væri allavega ekki verra. Og sjónvarp. Hnuss. Sérvitringshátturinn á sumum... En leigjandinn er þrælskemmtileg eldri kona sem er með heyrnina í veikari kantinum, og ég gat hlustað á Forsvar í gær. Vinalegt bara. En já. Partí eftir próf, partí eftir próf. Það er gaman að fara í IKEA. En plís, ekki spyrja mig hvort ég sé flutt að heiman. Ég veit það ekki sjálf.. :S. En varla er nú hægt að segja að ég eigi bágt! Fór í sjálfstæðispartí í Valhöll um helgina. Það hef ég einusinni gert áður, og var bara svolítið skemmtilegt. Eiginlega er þetta tvíþættur tilgangur hjá mér: Mannfræðirannsóknir og tilraun til að skapa hefð milli partíflakks á meðal ungliðahreyfinganna. Við eigum nefnilega að venja okkur á að djamma meira saman. Allavega, þá var það þetta venjulega; ókeypis bjór og pulsa, lítil börn að sötra bjór. Kvenfólkinu mátti skipta í eftirfarandi flokka: 1) Kærustur stráka í sjálfstæðisflokknum 2) Kærustur lítilla stráka sem koma og fá bjór 3) 3 stelpur í sjálfstæðisflokknum. Þær serveruðu bjór og pulsur. 4) Inga Jóna Þórðardóttir 5) Ég. Stelpurnar að vanda almennt fáklæddari en gengur og gerist. Sumar hverjar m.a.s. enskumælandi. Sjálf var ég í lopapeysunni góðu. Sérlega var skemmtilegt að verða vitni að því þegar frúin í lið 4 auk eiginmanns brosti góðlátlega til mín, og hefurán efa verið glöð með aukningu á menningarlegri breidd sjálfstæðisflokksins, stelpurnar komnar í lopapeysur. Eða þannig. Og réttarsagan gengur bara svona líka ágætlega! Mössun!! |Dagga| 09:19 |