daria * blogg hégómans
|
föstudagur, ágúst 26, 2005 Rifinn upp af rassgatinu Ætla að drífa mig í Þórsmörk á laugardaginn. Eins dags ferð á vegum þingflokksins og tími til kominn að gera eitthvað úti í sveit í sumar. Hlakka bara ansi mikið til. En svo fékk ég póst um að KB banki stæði fyrir jeppaferð á laugardaginn líka. Ónei.. ónei! Not. Hvílíkur félagsskapur samt.. KB jeppakallar og golfsettið í skottinu. Plís lemjið mig í hausinn ef ég annaðhvort eignast jeppa eða golfsett. Ókei, golfsettið er í lagi.. Svo er skóli á miðvikudaginn. Get ekki sagt annað en ég sé ferlega hress með það. Lesefnið er slatti, en ég er bæði fersk og vel stemmd. Engin fóbía hér takk fyrir. En svona fyrst við erum á jeppakallanótunum.. ef einhver vill koma í KB námsmenn skal sá hinn sami hafa samband við mig fyrst. Takk. Lumar enginn á Back-to-school partíi? |Dagga| 12:03 |