daria * blogg hégómans
|
miðvikudagur, ágúst 31, 2005 Útborgunardagur Ég er búin að hanga konstant á reiknistofunni í dag. Mig langar nefnilega að sjá launin mín áður en ég yfirgef þennan vinnustað þetta sumarið, en það gerist á eftir. Svolítill tregi, en ég hlakka til að komast í skólann. Ble ble ble. En ég á ekki reikning í mjóddinni, heldur í kringlunni, sem gerir það að verkum að ég kíki alltaf á reikning drengs sem hefur sama reikningsnúmer, en ekki sama banka. Sem þýðir að ég fæ alltaf nett áfall þegar ég sé innistæðuna og held að ég hafi verið rænd. Þetta hefur gerst núna fimm sinnum í röð. Ég þarf að komast í frí. |Dagga| 14:45 þriðjudagur, ágúst 30, 2005 Jíbbí jei Blóðnasirnar svínvirkuðu og skiluðu dúxun. Sem hlýtur að teljast stórfenglegt. Annað skipti sem ég afreka slíkt í lagadeild, hananú. Reyndar voru bæði prófin lágkúruleg upptökupróf en mér er alveg sama. Ætla mér að það verði ekki of oft sem það á eftir að gerast til viðbótar, þ.e. dúxun. Var reyndar bara með 7,5, en meðaleinkunnin þá orðin um 7.1, sem hlýtur að teljast alveg ágætt eftir fyrsta ár. Svo er það fílan eftir. En hvað í andskotanum er á þetta að þýða?? Mér þætti ekkert sjálfsagðara en að sjá nafn unnustu viðkomandi á svona síðum. Eða gefa henni síðu kannski? Hneyksli. En póstmóderníska bloggið hefur munað fífil sinn fegurri. |Dagga| 17:09 mánudagur, ágúst 29, 2005 Persónuleikapróf eru glötuð, ég veit... en þetta virðist vera eitthvað mandatory dæmi: Annars er bíósumarið búið að vera svo lélegt að ég get varla trúað því. Batman Begins, Hörbí, Fantastic Four, Michael Bay og eitthvað álíka rusl. Hryllingsmyndir með vonlausum ljóskuprotagonistum. Vonlaust. Sin City var jú alveg þolanleg, en ekkert mikið meira en það. Mér finnst það tíma- og peningasóun að fara í bíó í dag. Miðað við gullið sem býr á myndbandaleigum bæjarins, getur maður ekki farið á Hollywoodmyndir með góðri samvisku. Mér finnst það skítt, að á meðan ég er í vorprófum fyllast bíóhúsin af einhverju evrópsku gæðadóti, og svo þegar ég kemst í sumarfrí og eignast pening hef ég ekkert getað farið að sjá! Leim sjeim. Og svo á maður mann sem vill ekki hafa sjónvarpið sitt heima hjá sér, og tölvan mín hjá mömmu sem er útí sveit... erfitt líf. Að hlusta á útvarpið ein á kvöldin er yfirleitt ekki góð skemmtun. Alls alls ekki. En ég horfði hinsvegar á afrakstur heimsóknar minnar í Norræna húsið í gær. Alfons Åberg. På svenska. Og það var svo skemmtilegt. Vil samt sjónvarp. En ein mynd höfðar frekar mikið til mín sem er nú komin í bíó. Nýja Bill Murray-Jim Jarmusch afkvæmið sem gæti orðið alveg ágætt - Broken Flowers. Mér blæðir bókablóði. Mér finnst námsbækur engin helvítis fjárfesting. Allt of djöfulli þungt helvíti. Andsk. |Dagga| 11:31 |