daria * blogg hégómans
|
föstudagur, október 07, 2005 Mikið stuð er að vera Kópavogsbúi. Þetta vita allir sem þekkja af eigin raun. Blessunarlegt, alveg. Enn meira stuð er að vera í Framsóknarflokknum. Nú hefur Samúel Örn bæst í hóp þeirra tuttugu sem ætla sér í fyrsta sætið. Gott múv hjá honum samt að skrá sig í flokkinn áður en hann gaf kost á sér. Ég segi áfram Samúel. Hvet hann til að stofna svona nýtt félag ef þetta gengur ekki nógu vel hjá honum. Það gæti borið nafnið Örninn. Ég ætla aldrei að kaupa mér La Senza nærföt. Aaaaldrei. Og er hætt að halda smá með Val. |Dagga| 15:37 þriðjudagur, október 04, 2005 Uhhh.... Ég er löt í tíma. Næ ekki þessum massaglósunum sem fólk er að standa í. Næ því bara ekki. Næ ekki. En skólinn verður að vera fá að vera í fyrsta sæti þessa önnina, eða ja, til frambúðar. Ég hsef ákveðið að beila á þessu landi ekki seinna en þarnæsta haust og þá gengur ekki að eiga eitthvað eftir af þessu ekkisens BA prófi mínu. Þá væri gott að: * Vera ekki að fara til Berlínar í 4 daga í nóvember *Sleppa málefnaþingi UJ um næstu helgi auk skugggautanríkisráðherramennsku og *Bjóða sig ekki aftur fram í framkvæmdastjórn UJ á landsþingi UJ í nóvember *Hætta við að flytja og pakka *Fara ekki á kvikmyndahátíð *Kaupa ekki bjór um hverja helgi............. Æjii. Vorkennið mér fyrir að geta ekki farið út í skiptinám. ÉG HEIMTA VORKUNN Á STUNDINNI! Og svo hef ég tekið þá ákvörðun að FOK er ekki nógu merkilegur til að eyða lyklaborði í. Samt svo hjartanlega sammála þessari umræðu. Og Gneistinn getur verið svo naaasty í orðavali! ;) Í sama húsi og Laura Bush. Er fólk ekki heilt á geði?? |Dagga| 10:52 |