daria * blogg hégómans
|
laugardagur, október 15, 2005 Óvinur minn Ég hef fundið mér óvin. Þessi gaur... Ekki aðeins er hann vondukallalegur, heldur er hann lögfræðingur líka. Og - vinnur hjá KB banka. Sumsé, eins og Harry Potter á ansi margt sameiginlegt með Voldemort, þá er stefnir sívíið mitt á að verða skuggalega líkt Eggerts. Ha ha Gvuð minn góður Strákar, dömpum FOK - þetta er okkar nýja fórnarlamb. Ritdeila á síðum Morgunblaðs væntanleg innan tíðar. |Dagga| 20:52 þriðjudagur, október 11, 2005 Sinfónían á Landsfundi Þetta er spaugilegt. Kjartan er fyndinn gaur. Hann segir ennfremur að Hamrahlíðarkórarnir báðir hafi sungið á síðasta landsfundi. Það er rétt. Myndu þá eflaust margir halda að ég hafi staðið þar á sviði og þanið raddbönd mín til heiðurs Íhaldinu. Það er hinsvegar ekki rétt. Mér fannst ekkert meira ósexí á þeim tíma (vor 2003) en að syngja á umræddum landsfundi. Enda var ég sjálf í framboði fyrir annan flokk. Það var hinsvegar Anna Tryggvadóttir líka (þó ekki fyrir sama flokkinn), en hún söng nú samt. Það var víst eitthvað útaf sellóinu og Vorvísunum, minnir mig. Grey stelpan. Það sem fékk mig hinsvegar til að þvertaka fyrir að taka þátt í þessum skrípaleik um árið var það að sjónvarpað var beint frá öllu klabbinu á Rúv. Hvað var málið með það? Framsókn fékk reyndar Sýn til að senda frá sínum fundi á Nordica í vor, en fyrr má nú vera af Íhaldi að sóa ríkisfé í beinar sjónvarpsútsendingar af landsfundi?! Það er enginn að segja mér að þeir séu að borga fyrir þessar beinu útsendingar. Hvar var Baugur í maí? |Dagga| 17:04 mánudagur, október 10, 2005 Helgin Ég ætla aldrei aftur á Útlagann á Flúðum. |Dagga| 13:55 |