|
daria * blogg hégómans
|
|
fimmtudagur, nóvember 03, 2005 Ósiðleg, en skynsamleg hvatning. Ég hvet alla, sem einverra hluta vegna hafa kosningarétt í prófkjöri sjallanna í Reykjavík nk. helgi að setja Gísla Martein í 1. sæti. Í alvöru. Athugið hvort þið séuð ekki skráð, og ef Einar Bárðar er búinn að hringja, gerðu þá eins og pabbi segir. Kjósa Gísla Martein. Gísla. Hann er frábær. Gísli Gísli. (Og ef þið haldið að þetta sé ekki lymskuleg taktík, þá skjátlast ykkur hrapallega....) |Dagga| 15:13 mánudagur, október 31, 2005 Prófkjörskjaftæði Ég skil ekki fólk sem nennir að fara í prófkjör. Það er vissulega virðingarvert sjálfsöryggið sem þetta fólk getur stært sig af, en að nenna þessu! Ef einhver er til í að gefa mér 15 milljónir - skipuleggja ass-kissing samkomur fyrir mig (og þá gegna starfi rassakyssara) auk þess að sjá um allar hringingar - jú neim it - kannski. En eins og ég segi - aldrei ætla ég í prófkjör. Aldrei. P.s. - veit einhver hvernig maður kemst að Sverðakerlunni í Monkey Island? Þessi búðarkall er ruglandi. P.s.s. - Já, ég veit ég er 15 árum á eftir minni samtíð. Breytir ekki að Super Mario Bros 3 er bestasti tölvuleikur allra tíma. Nýi makkinn hans Hjalta er að gera góóóða hluti. |Dagga| 16:32 |