daria * blogg hégómans
|
föstudagur, nóvember 18, 2005 Próflestur Varla er hægt að finna ókræsilegri svefnstað en á lesborðum Þjóðarbókhlöðunnar. Dagarnir fljúga bara áfram og ég stóð sjálfa mig að því að syngja jólalög á leið til prófs áðan. Nánar tiltekið undurfagra útgáfu (og röddun með) af laginu Jólasnjór (Silver bells) en þó held ég að Ellý hafi snúið sér við í gröfinni. Svei, jólaplatan 2006 er í bígerð. Persónuleikapróf þjóta um netheimana og hafa gert í nokkrar vikur. Misskemmtileg þó. Búin með klukkið og var að fá annað. Veit ekki alveg hvernig mér líst á það, þar sem ég ryksuga eiginlega aldrei, né á ég mér oft erfiða 9-5 vinnudaga að baki. Því í lífi laganemans eru mikil afköst og púl = himnaríki. Þessvegna ætla ég bara að klukka sjálfa mig í svona 7 hluta klukki. 1. Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey: - Fara til allra heimsálfanna 7. Afríka, S-Ameríka, Eyjaálfa og Antartíka eru eftir. - Fá milljón í mánaðarlaun. Þó það væri nú ekki nema einu sinni.. - Búa til lengri tíma DK og í einhverri örban stórborg til viðbótar. - Eignast eins og einn krakka. - Læra frönsku. - Skrifa bók. - Fella ríkisstjórnina og vinna meirihluta SHÍ. Úje. 2. Sjö hlutir sem ég get: - Sofið leeeengi. - Raddað og sungið í falshettu - Haft frumkvæði - Verið lengi í sturtu - Eldað góðan mat - Frætt fólk um utópíska tilveru júrókratans - Brotið sjálfa mig niður, en um leið búið til þykkan skráp. 3. Sjö hlutir sem ég get ekki: - Verið A týpa og vaknað átakalaust á morgnana eða um helgar þegar ekkert sérstakt er á seyði, s.s. tímaseta. - Farið í próf án þess að skjálfa á beinunum - Borið þunga hluti - Talað í síma - Fyrirgefið auðveldlega - Sleppt því að knúsa lítil börn og kisur - Farið á bak við fólk. Sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið: - Gáfur - Húmor - Gleraugu - Hár - Herramannsleg framkoma - Ævintýragirni - Áhugi á ýmsum skoðanaskiptum. 5. Sjö frægir sem heilla - Colin Firth - Alan Rickman - Jamie Oliver - Dagur Bé Eggerts. (bara gat ekki sleppt..) - Colin Firth - Colin Firth..... Man einhver eftir skyrtuatriðinu úr Pride & Prejudice? - Conan O´Brien. 6. Sjö orð eða setningar sem ég segi oft - Sko mér finnst.. - Ég veit það ekki, en mér finnst... - Vá er ekki í lagi?? - Eins og ég segi... - Ómægod ég verð að segja þér.. - Ertu ekki að grínast? - Þetta er náttúrulega fyrst og fremst spurning um aðildarviðræður, en ekki formlega inngöngu... 7. Sjö hlutir sem ég sé einmitt núna - Lagasafnið mitt - Svarta H&M taskan mín - Útlending að tala í símann (er í Árnagarði) - Skaðabótaréttarbókina mína sem ég á að vera að lesa núna - Símann minn - Gul minniskort - Vetnissprengju. |Dagga| 14:32 |