daria * blogg hégómans
|
þriðjudagur, nóvember 29, 2005 Nýr fjölskyldumeðlimur. Í nýjum húsakynnum Kópavogsmæðgna í Skólagerði hefur lítil prinsessa bæst í hópinn. Um er að ræða yndislega litla kisustelpu, sem er svört á lit með hvíta bringu og loppur. Hún hefur hlotið nafnið Dimma. Vefstjórn hefur ekki náð að festa krúttið á stafrænt myndform en það mun einhver bæta úr því von bráðar. ... En ósköp er krúttið hrætt við nýju fjölskylduna. Hún grét víst eins og hún ætti lífið að leysa þegar hún var tekin frá mömmu sinni. Ekki auðvelt líf. |Dagga| 11:18 |