daria * blogg hégómans
|
sunnudagur, desember 25, 2005 Jólajóla Ahhhh Að klára próf - það jafnast fátt á við það. Er búin að liggja í þreytudái síðan ég lét yfirsetukonuna fá prófbókina mína á miðvikudaginn og er svona rétt að komast til lífs. Gærkvöldið var ennfremur geysilega vel heppnað sem og Þolláksmessugamanið árvissa. Sérdeilis er ég annars ánægð með þessar gjafir sem maður var að fá. Nú á ég m.a. brúna tangóskó úr rússskinni og fullt af fínum spjörum. Og jólakisa fékk humar. Fannst henni það ekkert spes góðgæti. Og nú vil ég slappa af fram að eignarétti. Var að skoða kennsluáætlun næsta misseris í því ágæta fagi og get ekki sagt að veðréttur og þinglýsingar sé eitthvað fáránlega heillandi, en þó ekki hræðandi. Ábyggilega fræðandi. Geisp. Síþreyta eða hvað? Vil skralla í fríi. Call me. |Dagga| 13:53 |