daria * blogg hégómans
|
föstudagur, desember 30, 2005 Ég veit ekkert í minn haus lengur Er einhver þarna úti sem er eins og ég, þ.e. grennist um þessi 5 kíló sem allir virðast bæta á sig yfir hátíðarnar? Allavega er ég búin að borða eins og fugl um þessi jól og jólamáltíðin samanstóð t.d. af tveimur skömmtum af súpunni enda hamborgarhryggur ógeð eins og allir vita. Heyrði af frænku minni í Árbænum sem serveraði grillaðan humar í aðalrétt. Ég segi að það sé jólamatur í lagi. Reykt og saltað ket er veðbjóður. Hamborgarhryggur, hangikjöt, svínabógur eða jafnvel uppþurrkaður kjúlli eða lamb... yuck. Kem til með að fá kalkúna í matinn annað kvöld og er bjartsýn á að hann verði bragðgóður. Er einhver að fatta að árið 2005 sé liðið og 2006 sé óðum að ganga í garð? Ekki ég. Verð að segja að ég hlakki þó til komandi djammtíðar. Ójá. |Dagga| 17:42 sunnudagur, desember 25, 2005 Jólajóla Ahhhh Að klára próf - það jafnast fátt á við það. Er búin að liggja í þreytudái síðan ég lét yfirsetukonuna fá prófbókina mína á miðvikudaginn og er svona rétt að komast til lífs. Gærkvöldið var ennfremur geysilega vel heppnað sem og Þolláksmessugamanið árvissa. Sérdeilis er ég annars ánægð með þessar gjafir sem maður var að fá. Nú á ég m.a. brúna tangóskó úr rússskinni og fullt af fínum spjörum. Og jólakisa fékk humar. Fannst henni það ekkert spes góðgæti. Og nú vil ég slappa af fram að eignarétti. Var að skoða kennsluáætlun næsta misseris í því ágæta fagi og get ekki sagt að veðréttur og þinglýsingar sé eitthvað fáránlega heillandi, en þó ekki hræðandi. Ábyggilega fræðandi. Geisp. Síþreyta eða hvað? Vil skralla í fríi. Call me. |Dagga| 13:53 |