|
daria * blogg hégómans
|
|
laugardagur, janúar 07, 2006 Lágmenning vs. æskilegri afþreyingarhættir Eftir músíkalska samherjaferð er ekkert betra en að hlamma sér niður og horfa á sjónvarp. Jamie Oliver bregst sjaldan. Þessi skólamáltíðaþáttur er samt krípí, að því leyti til að Jamie hinn sísæli á ekki að fara skyndilega að gráta yfir öðru en niðurskornum lauk. Þetta er raunveruleikasjónvarp um byltingu sem Jamie fer fyrir í skólamáltíðum lægri stétta hverfa Lundúna - hann vill sumsé skipta frönskum út fyrir foccacia og. Málið er hinsvegar að mönsið má ekki kosta meira en 34 p á haus. Jamie splæsir hinsvegar í 50 pensa hádegisverð handa nemendum en fær skammir í hatt frá yfirvöldum. Enda um hrikalegt splæs að ræða. Þetta höndlar Jamie ekki, börnin æla á matinn og henda honum í rusl, matseljur gráta yfir því að þurfa að nota hnífana í að skera gulrætur en ekki opna kjúklinganaggapappakassa. Daily Mirror vænir Jamie um heimilisofbeldi að tilefnislausu. Jamie grætur. Ó, hve ég elska Jamie. Síðan sofnum við kisa værum blundi og vöknum við Jenny McCarthy á Sirkus. Spurning hvort maður hefði átt að hafa fyrir opståelsinu? Sirkus er sjónvarpsstöð í opinni dagskrá, sem býður upp á verstu lágmenningu sem þekkst hefur í íslensku sjónvarpi. (Klisjiklisj) Ástarfley. Laguna Beach og Girls Next Door. Brynja Björk og Gillzenegger. Og Jenny McCarthy að kenna fólki að dressa sig upp fyrir Pimpamellupartí. Og allt saman í galopinni sjónvarpsdagskrá á daginn? Er hægt að gera eitthvað í málunum? Nja. Betra er að fara frá sjónvarpstækinu og lesa Völundarhús valdsins - sagnfræðilega úttekt á forsetatíð Kristjáns Eldjárns og dulin pólitísk öfl. Gott stöff. |Dagga| 19:32 mánudagur, janúar 02, 2006 Gagnvirk bloggun á Daríunni Jæja, ég er plebbastelpa og mig langar í fleiri heimsóknir. Auk þess langar mig til að gleðja vini mína, t.d. í kjölfar alvarlegrar blogglægðar. Þannig að þið setjið nafn ykkar í kommentakerfi mitt og ég: 1. Ég segi þér frá fyrstu ljósu minningunni minni af þér. 2. Ég segi þér hvaða kvikmynd minnir mig á þig. 3. Ég segi þér hvaða lag minnir mig á þig. 4. Ég segi þér hvar þú verður eftir 10 ár. 5. Ég spyr þig að einhverju sem mig dauðlangar að vita. Þetta gæti bara orðið skemmtilegt. Skjótið að vild! |Dagga| 12:28 |