daria * blogg hégómans
|
mánudagur, janúar 23, 2006 Smjatt og bryðjibryðji Smjattið er frústrerandi. Tyggjó- og brjóstsykurssmjatt sérstaklega. Þetta grundvallast einna helst á því að ég tygg almennt aldrei tyggjó, finnst það bragðvont og orsakar kjálkaþreytu. Auk þess verður mér kalt í munninum og allt bragðast eins og júkalyptus. Hljóðlát tugga angrar mig eigi. Hún getur verið smart og skemmtileg. En þegar fólk smellir, smjattar og sýgurogblæs, og klikksar (með munnin galopinn)- það gerir mig svo bandvitlausa að ég get ekki einbeitt mér að neinu öðru en akkúrat þessari tuggu. Verst er þó þegar maður verður svo óheppinn að eignast smjattglaðan sætisfélaga í tíma. Þá er öll vitsmunaleg glósun fyrir bí. Er þessi hegðan mín yfirmáta andfélagsleg eða eru einhverjir sem deila með mér vanþóknun á smjatttyggjurum? Annars var helgin skemmtileg. Listakynningin góða á föstudegi með tilheyrandi rugli. Nonni í næturhúmi og svellið fór illa með stúlku á hælum. Síðan voru það Þjórsárverin á pimprædinu á laugardeginum.. alvörugefin þynnka á sunnudegi með tilheyrandi framkvæmdagleði. Og ég hef lítið sem ekkert að hafa úr þessum blessaða eignaréttartíma þegar mín er svona líka gasalega ólesin. Ég hef nú alveg grun um að febrúar verði brjálaður. Janúarinn er brjálaður en sjarmerandi. Ef þið eruð á dóli í miðbæ Reykjavíkur megið þið alveg líta við í Róm, Austurstræti 14, 5. hæð - en þar hefst ég við næstu vikurnar. Svo vil ég taka það fram að svefn er fyrir aumingja. |Dagga| 09:36 |