daria * blogg hégómans
|
þriðjudagur, febrúar 14, 2006 Nú þarf maður að fara að gera eitthvað af viti... Ójæja... Kosningar á bak og burt, eftirleikurinn framundan. 4-4-1 líkt og í fyrra, með naumindum. Sjáum til hvernig næsta ár fer, skjótt skipast veður í lofti. Deyfðarárið hið síðasta skapaði enn minni spennu en nokkru sinni í kringum SHÍ-kjör og kjörsókn eftir því. Dagurinn í 1. sæti í borginni eftir massahresst prófkjör. Verð að segja að það hafi farið smekklega fram og Samfó orðin sófistikeited. Mæli með því að listræn útfærsla kosningabaráttunnar sjálfrar verði endurnýtt frá Degi; bolirnir og merkin voru að gera góða hluti. Mér finnst þó að Samfó mætti notfæra sér Jafnaðarmannarósina í frekari mæli. Tilheiging til Word-arts boðar aldrei neitt gott. (Hence the Háskólalistinn eða Opinberun Hannesar!) Annað má þó kannski segja um Clip-art. Nú er maður samt sestur fyrir framan skruddurnar og lærdómurinn tæklaður. Viðleitnin er a.m.k. mjög góð. Sjónvarpið býður þó upp á heldur girnilegt stöff, t.d. listdans á skautum í day-time dagskrá. Nettar Svetlönur í safírsgöllum láta henda sér upp í loftið og lenda lekkert í fangi hins fima skautaherra. Ég pant kunna! Er samt Samúel Örn Erlingsson jafnvígur á allt sport er fyrirfinnst hér í þessum heimi? Émeina, hvort sem það er fótbolti, fimleikar, körling eða skautahlaup þá er okkar maður með sitt á hreinu. Hver vissi til dæmis, að þegar maður hoppar í loftið í listdansi á skautum, þá kallast það einfaldur eða tvöfaldur Alex? |Dagga| 21:49 |