daria * blogg hégómans



Ýmislegt

MSN netfang: dagga_h(hjá)hotmail.com
Senda mér smöss..
Myndasíðan


Tenglar og stallsystkini

Sandra Wish
Vigga
Anna Pála

Ýmsustu menn
Aðalsteinn
Alex Simm
Ari Eldjárn
Arnaldur
Atli Freyr
Atli Týr
Ágúst Flygenring
Baldvin
Bjarni Már
Eiki
Erlingur
Geimveira
Guja
Gunnhildur
Gunni Kerfiskall
Hallur
Hákon Skjenstad
Kári Túl
Kínverska mafían
Magga
Nanna súpersjef
Orri Té
Óli Gneisti
Raggan
Sigga
Sindri
Sibba
Snæbjörn
Stefán P
Steini Tík
Steinunn systir
Svan
Svanur
Svanhvít
Sveinbjörn
Ugla
Vala Svala
Þórdís

Röskvan
Aggi
Alma
Ásþór
Atli Bolla
Erna María
Eva Bjarna
Eva María
Dagný
Fanney Dóra
Garðar
Grétar
Gussan
Kári
Kjallarasystur
Lára Kristín
Magnús Már
Tinna Mjöll
Sigurrós
Sólrún Lilja
Steindór
Stígur
Torfi
Vala Bé Eggerts
Yngvi
Þórir

Jafnaðarmenn
Ágúst Ólafur
Bryndís Ísfold
Bryndís Nielsen
Brynja Bjarnfjörð
Grjóni Stólpi
Guðrún Birna
Hildur Edda
Jens Glens
J. Hjalti

Lagablókir
Arndís Anna
Ásdís Snævarr
Eva Baldurs"
Sara og co.
Snorri
Valdi
Þórhildur Líndal

Kaupthing bank Sirra
Sunna Dögg

Nýbakað og síðan í gær
Hildur Þóra
Jósef Ýmir
Dagur Orri

Hall of Shame
Hjaltinn minn

Pólitík.is
Evrópusamtökin
Bekkurinn minn
Silfur Egils
Sellan
SHA
Femínistar
Vinstri
Múrinn
Deiglan
Jamie Oliver
Michael Moore


Darían er skemmtilegt vefrit og gaman er að lesa hana. Hinsvegar er það sem Darían býr yfir prífat og persónulegt yfirráðasvæði Dagbjartar Hákonardóttur, stud. juris, sem kann ekki við að láta birta ummæli sem hér finnast í ritmiðlum óspurð. Leiksoppar klósettpappírsritanna eru vinsamlegast beðnir um að virða slíkt, sem og aðrir.

Arkífin



fimmtudagur, mars 09, 2006  

Játning

Áður en Jónína Ben flaggar IP-tölunni minni vil ég svipta hulunni yfir sjálfri mér á eigin spýtur. Það var ég sem braust inn á póstinn hennar. Ég stal bréfunum og seldi Fréttablaðinu fyrir líkamsræktarkort í World Class.

Og hér ætla ég að birta bréfin aftur. Gjörsvovel.


Þetta var tilraun til að slá íslandsmet í gúglun á orðunum Jónína+Bréfin. Takk fyrir.

|Dagga| 10:46


mánudagur, mars 06, 2006  

Gubbupest


Fékk hana um helgina, rétt áður en dugnaðartörn átti að hefjast. Ekki mikið orðið úr lífinu, enn sem komið er. Þess í stað sýp ég kók og te, og bíð eftir að hressileikinn hellist yfir mann.

Í leit að hressileika er fátt betra að gera í stöðunni en að horfa á beinar útsendingar frá Alþingi! Svei mér skemmtilegt að geta glápt OG ,,lært" í leiðinni, þar sem aðalrífingurinn gekk út á breytingar á vatnalögunum. Hvort það sé ekki verið að formskilgreina vatn upp á nýtt.

Og ég hélt að ég yrði ekki eldri. Ég var í þetta skiptið ekki allskostar sammála minnihlutanum, i.e. þessari blessuðu stjórnarandstöðu sem maður á víst að tilheyra. Ég er er nefnilega ekki mjög svag fyrir hugtakinu ,,sameign þjóðarinnar", en eins og allir (laganemar sem hafa opnað bókina Um lög og lögfræði e. Sigurð Líndal) vita er ekki til neitt sem heitir sameign þjóðarinnar, svona þegar maður pælir í því.

Birkir Jón Jónsson, a.k.a. Ungi litli, vitnaði þar (amatörslega) í Kaxa, og hélt því fram að það væru ekki til nein dómafordæmi þar sem eignarréttur þjóðarinnar er viðurkenndur á hinum og þessum eignarlöndum/afréttum. Öhh.. jú, þau eru víst nokkur. Vitleysingur. Maður fullyrðir ekki um svona lagað á einu bretti. Þá ertu að ráðast á skilgreiningarfrumskóg dauðans og það vill maður ekki.

EN! Kemur síðan Jóhann Ársælsson og spyr Unga: ,,En hver er eiginlega þessi Karl Axelsson? Er það Karl Marx eða hvað?"


Ha??

Þegar öllu er á botninn hvolft er Alþingi sá vinnustaður sem heillar mig minnst þessa stundina. Ég held ég færi bara frekar í Hampiðjuna.

|Dagga| 18:15