|
daria * blogg hégómans
|
|
fimmtudagur, mars 09, 2006 Játning Áður en Jónína Ben flaggar IP-tölunni minni vil ég svipta hulunni yfir sjálfri mér á eigin spýtur. Það var ég sem braust inn á póstinn hennar. Ég stal bréfunum og seldi Fréttablaðinu fyrir líkamsræktarkort í World Class. Og hér ætla ég að birta bréfin aftur. Gjörsvovel. Þetta var tilraun til að slá íslandsmet í gúglun á orðunum Jónína+Bréfin. Takk fyrir. |Dagga| 10:46 mánudagur, mars 06, 2006 Gubbupest Fékk hana um helgina, rétt áður en dugnaðartörn átti að hefjast. Ekki mikið orðið úr lífinu, enn sem komið er. Þess í stað sýp ég kók og te, og bíð eftir að hressileikinn hellist yfir mann. Í leit að hressileika er fátt betra að gera í stöðunni en að horfa á beinar útsendingar frá Alþingi! Svei mér skemmtilegt að geta glápt OG ,,lært" í leiðinni, þar sem aðalrífingurinn gekk út á breytingar á vatnalögunum. Hvort það sé ekki verið að formskilgreina vatn upp á nýtt. Og ég hélt að ég yrði ekki eldri. Ég var í þetta skiptið ekki allskostar sammála minnihlutanum, i.e. þessari blessuðu stjórnarandstöðu sem maður á víst að tilheyra. Ég er er nefnilega ekki mjög svag fyrir hugtakinu ,,sameign þjóðarinnar", en eins og allir (laganemar sem hafa opnað bókina Um lög og lögfræði e. Sigurð Líndal) vita er ekki til neitt sem heitir sameign þjóðarinnar, svona þegar maður pælir í því. Birkir Jón Jónsson, a.k.a. Ungi litli, vitnaði þar (amatörslega) í Kaxa, og hélt því fram að það væru ekki til nein dómafordæmi þar sem eignarréttur þjóðarinnar er viðurkenndur á hinum og þessum eignarlöndum/afréttum. Öhh.. jú, þau eru víst nokkur. Vitleysingur. Maður fullyrðir ekki um svona lagað á einu bretti. Þá ertu að ráðast á skilgreiningarfrumskóg dauðans og það vill maður ekki. EN! Kemur síðan Jóhann Ársælsson og spyr Unga: ,,En hver er eiginlega þessi Karl Axelsson? Er það Karl Marx eða hvað?" Ha?? Þegar öllu er á botninn hvolft er Alþingi sá vinnustaður sem heillar mig minnst þessa stundina. Ég held ég færi bara frekar í Hampiðjuna. |Dagga| 18:15 |