|
daria * blogg hégómans
|
|
föstudagur, mars 17, 2006 Skólinn minn Áður en ég hóf þessa önn var mér sagt að eignaréttur væri sennilega það vonlausasta og leiðinlegasta sem ég kæmi til með að læra í þessari blessuðu lagadeild HÍ .. og líkurnar á að ná í fyrsta væru hverfandi. Ég ákvað að reyna að blása á þessar neikvæðnisraddir og taka þetta með trompi. Og viti menn - eignaréttur getur verið djöfuls kvöl og pína þegar kemur að þinglýsingum, en í næstum öllu öðru er þetta bara vel þolanlegt. Þetta er temmilega sjarmerandi; forkaupsréttur, nábýlisréttur, umgengnisreglur í fjölbýlishúsum, jarða- og vatnalög... jibbí. Hvort ég sé hinsvegar að taka þetta með trompi.. ehemm... jánei. Erfitt, en skemmtilegt. Það er gaman að kunna skil á einhverju sem er langt frá því að vera kommonsens. Til þess fer maður í háskólanám. En hinsvegar er ekki þar með sagt að ég eigi eftir að ná í fyrsta. Þó er ekki öll von úti enn og margur hefur gert góða hluti í hressilegum próflesturslokaspretti (sbr. Almennan 2004 og Skabó 2005..) Ég hef tröllatrú á sjálfri mér og hlakka bara til að fara að lesa undir próf. Fara í sund og fá mér ís og fara í göngutúr í góða veðrinu... Á vorin er maður svo bjartsýnn. Sérstaklega í dag. En kannski er það bara vegna þess að ég er að fara á fyllerí, hver veit...? |Dagga| 09:37 miðvikudagur, mars 15, 2006 SÝKNA!! ... fyrst með fréttirnar ;) |Dagga| 15:03 sunnudagur, mars 12, 2006 Stjökun Addi Kitta Gau átti náttúrulega bara að slá Sigurð utanundir. Ekki að ég hefði gert það sjálf, því ég nenni nefnilega ekki að vinna um helgar. Latur stjórnarandstöðumaður, það er ég. Án gríns, þá veit ég satt best að segja ekki hvað Sigurður Kári var að fara með þessum orðum sínum. Annað hvort átti brandarinn að vera svona lélegur eða þá ætlaði Sigurður Kári endanlega að innsigla vitleysingastimpilinn. E.t.v. bæði. Sigurður Kári kennir sig við flokk sjálfstæðis og dugnaðs. Hann heldur því að hann hafi efni á þessu skoti því að það er vegna hans líka sem þetta þjóðfélag er sterkt og stæðilegt. Það gæti varla verið fjarri sanni. Hvítflibbalögfræðingar úr Breiðholtinu (eða Kópavogi) hafa ekki reist hornsteina íslensks þjóðfélags. Það eru menn eins og Addi Kitta Gau sem gerðu þetta land að því sem það er í dag. Þegar ég hugsa um íslenskan dugnað, þá hugsa ég ekki um Verzlinga að safna auglýsingum fyrir næsta 200 blaðsíðna skólablað. Miklu frekar hugsa ég um vestfirskan, veðurbarinn sjómann í vetrarhörku og aflaóvissu. Með stórkostlegum tilþrifum hefur Addi Kitta Gau hækkað um mörg kúlprik og er nú sæmdur nafnbótinni Uppháhalds þingmaður Daríunnar! ![]() Gó Addi! |Dagga| 17:18 |