|
daria * blogg hégómans
|
|
föstudagur, apríl 28, 2006 Já ég skal sko segja ykkur það Upplifun morgunsins var vægast sagt súr. Vakna klukkan sjö eftir hálftíma dott - nenni ekki að renna yfir glósurnar en geri það bara samt .. líður verr eftir á. Þreytt þreytt þreytt. Legg af stað í próf og kemst að því fimm mínútum fyrir próftíma að ég er á kolvitlausum stað (soldið of fáir í Árnagarði) legg kolólöglega og annar eins sprettur hefur ekki sést í Kaplaskjólinu í háa herrans tíð... finn ekki borðið sem ég á að sitja á ... gleymdi veskinu í Árnagarði og er skilríkjalaus... lögin urðu eftir út í bíl og þarf að hlaupa að sækja... það er vond lykt í KR heimilinu og ég engan veginn á heimavelli, hvorki í bókstaflegri né táknfræðilegri merkingu ... fæ í fyrsta skipti löngun til að fara að sofa í prófi ... teygi lopa hér og þar ... Kaxi er almennt best liðnasti kennari eignaréttarnema í dag ... Eggið aftur á móti má búast við fýlusprengjum. Strax farin að hlakka til ágústmánaðar. |Dagga| 15:08 miðvikudagur, apríl 26, 2006 Gaaaaarg! Það er dagurinn fyrir daginn fyrir próf. Klukkan er orðin meira en hádegi og ég er ekki alveg byrjuð. Fylgir kannski sögunni að ég fór að sofa eftir öflugan gærdag kl. 5. Er það ekki allt í lagi þá?? Og ég trúi ekki að það sé annað 7,5 eininga próf eftir föstudaginn. Skjótið mig, bara .. limlestið og fláið lifandi. Ég bara er búin á því. Aldrei aldrei aldrei hefur mér fundist ég vera jafn treg. Mig vantar auka langtímaminnisheilafrumur. Skammtímafrumurnar eru hins vegar að standa sig frábærlega. Lof sé Friðriki Karlssyni og hans takkí slökunartónlist. |Dagga| 12:35 |