daria * blogg hégómans
|
föstudagur, maí 05, 2006 Fiðrildi, blóm og vor. Og dauði. Jáh, það er ekki að spyrja að því. Einum of stutt er í próflok en samt sem áður eiga þau að vera löööööngu komin. Líkamsvefir ýmis konar eru að rýrna og það er ekki gott. Eins og margir vita er mér ekki við bjargandi á þessum tíma árs. Klinískur prófkvíði er greindur og vanlíðan eftir því, með tilheyrandi sveiflum upp og niður. Get varla farið að lýsa einkennum nánar hér, en eftir því sem kvíðinn er meiri, því minna kem ég í verk, því minna sef ég, því minna borða ég og þeim mun meira dregst ég á eftir settri áætlun. Þá verð ég brjálaðri, borða minna, sef minna og dregst meira aftur úr. Gleymi síðan að kvöldi öllu því sem ég læri yfir daginn. Jeei. Fór til námsráðgjafa í gær til að fá faglegt álit. Hún sagði mér það sama og móðir og unnusti eru búin að vera að troða inn í hausinn á mér í margar vikur: „Farðu að sofa og fáðu þér að borða, vitleysingur!“ Ég ákvað að taka mark á henni. Gott líf. En - ég hef tekið þá ákvörðun að massa þetta bara samt. Hvernig sem ég fer nú að því. Í tilefni af stjórnsýslurétti II birti ég hér mjög svo snilldarlegt (en þó órökrétt) brot úr texta lags pönkhljómsveitarinnar RASS - Umboðsmaður Alþingis. „Umboðsmaður Alþingis! Umboðsmaður Alþingis! Umboðsmaður Alþingis! Hann er ekki að standa sig!“ „Þeir vilja komast til áhrifa! Þeir vilja komast á forsíðurnar! Þeir vilja afla sér vinsælda! Alþingismenn í svaka vanda!“ Já. Allt Tryggva að kenna. Fer ekki ofan af því að Burt með kvótann sé laaangbesta lagið. |Dagga| 10:14 |