daria * blogg hégómans
|
þriðjudagur, maí 16, 2006 Gengið niður minningarstíg Árið er 1993. Eins og því er einu lagið fer Umferðarráð af stað með sumarátak gegn áfengis- og hraðakstri. Markhópurinn er ungt fólk á útihátíðaraldri. Heit hljómsveit að nafni Todmobile er fengin til þess að semja áróðurslagið. Útkoman er: Ég ég vil fá að lifa lengur, ég á skilið, ég má. Og hver annar ætli hafi sungið lagið nema...? Ég vil fá að lifa lengur kom m.a. út á Bandalögum 6 (Algjört skronster) auk þess að vera aðallag forvera Bylgjulestarinnar - Á Rás um landið ´93. Er einhver hérna sem er svo heppinn að eiga Algjört skronster? |Dagga| 09:42 |