daria * blogg hégómans
|
föstudagur, júní 09, 2006 HM 2006 Jæja, það er komið á hreint. Síðustu daga hefur eitt ollið mér töluverðu hugarangri. Sænskum kunningja finnst sú stemning ganska bra sem myndast reglulega hér á Íslandi á stórhátíðartímum eins og EM og nú HM, en það er þegar landar flykkjast í mismunandi þjóðflokka eftir því hverjum þeim þykir nú þjóðin álitlegust til að halda með. Ekkert er nú Íslandið til að halda með eins og öllum er kunnugt, og valið er því frjálst. Flestir eiga þó land til að halda með. Ekki ég. Megasúrt. Danmörk er eina landið sem ég bind alvarleg tilfinningabönd við, enda gleymi ég aldrei sumarkvöldi í Kirsebærvangen 174 á því herrans ári 1992 þegar DK urðu Evrópumeistarar. Ef ég ætti að velja á milli Íslands og DK myndi hið síðarnefnda satt best að segja verða fyrir valinu, svo djúpt snortin var ég af einu fótboltaliði. En engin er Danmörkin á HM. Maður heldur ekki með Svíþjóð, það er bara þannig. Frakkland hef ég af bestu getu reynt að bonda við en get ei, enda hef ég aldrei stigið á franska grundu. Reyndi við Ítalíu, en bonda ekki alveg nógu vel heldur. Holland - þó þeir séu appó - gengur ekki heldur ... Íran.. einum of evil... Þýskaland nei... mjög mjög erfitt. En ég hef fundið liðið mitt. Sem er að mínu mati vænlegt til sigurs, jafnvel. Portúgal. Ástæðurnar eru einfaldar: a) Hef komið þangað, tvisvar, m.a.s. (Brisa Sol ´´96 og ´97) b) Kann þjóðsönginn (ASARMAS!) c) Suðrænir og sætir menn d) Veit hver Figo er, nokkuð góður maður sá. e) Þeir urðu í 2. sæti á EM og þ.a.l. er þetta ekki lúseradeildin. Síðan verður að segja að b)- liður sé áhrifavaldur að því að aukalið verður fyrir valinu ef í öll skjól skyldi fjúka. Úkraína. Með fegurri óðum sem ég veit. Áfram Portúgal!! |Dagga| 11:29 miðvikudagur, júní 07, 2006 Svona viljum við hafa það, eða hvað, Alfreð?? Hefur einhver hérna SÉÐ einnar-og-hálfrar-mínútu sjónvarpsauglýsinguna frá Orkuveitu Reykjavíkur? Ég er að segja ykkur það - hver sekúnda af sýningartíma kostar hvert mannsbarn marga marga Ragnheiðarseðla. Ég hef það eftir traustum heimildum að við gerð þessarar auglýsingar hafi verið maður í fullri vinnu við að bæta á nammmiskálar þær sem staðsettar voru á tökustað. Foj og poj. |Dagga| 09:25 mánudagur, júní 05, 2006 Dyntir atvinnulífsins Mér finnst launaleynd vera með því kjánalegasta sem ég þarf að þola þessa dagana. Hvers vegna á að taka fyrir minn óskoraða rétt til að deila því með fólki að ég hafi svo og svo mikið í laun? Ég get ekki annað en virt rétt annarra til að halda þessum sömu hlutum leyndum fyrir mér og almenningi, en þegar allt kemur út á eitt er niðurstaðan þessi: Vinnuveitandi minn getur í ríkari mæli brotið á rétti mínum með því að hygla jafnháttsettu samstarfsfólki mínu, mér óafvitandi. Svo er allt spurning um rétt minn versus rétt KB-banka. Gildir einu. Frumvarp um að afnema launaleynd strax, takk fyrir. Er að taka til í linkalista. Ef einhver telur vera brotið á rétti sínum á la launaleynd eða eitthvað þvíumlíkt hafið samband. KB fær ekki link. |Dagga| 22:44 |