daria * blogg hégómansÝmislegt

MSN netfang: dagga_h(hjá)hotmail.com
Senda mér smöss..
Myndasíðan


Tenglar og stallsystkini

Sandra Wish
Vigga
Anna Pála

Ýmsustu menn
Aðalsteinn
Alex Simm
Ari Eldjárn
Arnaldur
Atli Freyr
Atli Týr
Ágúst Flygenring
Baldvin
Bjarni Már
Eiki
Erlingur
Geimveira
Guja
Gunnhildur
Gunni Kerfiskall
Hallur
Hákon Skjenstad
Kári Túl
Kínverska mafían
Magga
Nanna súpersjef
Orri Té
Óli Gneisti
Raggan
Sigga
Sindri
Sibba
Snæbjörn
Stefán P
Steini Tík
Steinunn systir
Svan
Svanur
Svanhvít
Sveinbjörn
Ugla
Vala Svala
Þórdís

Röskvan
Aggi
Alma
Ásþór
Atli Bolla
Erna María
Eva Bjarna
Eva María
Dagný
Fanney Dóra
Garðar
Grétar
Gussan
Kári
Kjallarasystur
Lára Kristín
Magnús Már
Tinna Mjöll
Sigurrós
Sólrún Lilja
Steindór
Stígur
Torfi
Vala Bé Eggerts
Yngvi
Þórir

Jafnaðarmenn
Ágúst Ólafur
Bryndís Ísfold
Bryndís Nielsen
Brynja Bjarnfjörð
Grjóni Stólpi
Guðrún Birna
Hildur Edda
Jens Glens
J. Hjalti

Lagablókir
Arndís Anna
Ásdís Snævarr
Eva Baldurs"
Sara og co.
Snorri
Valdi
Þórhildur Líndal

Kaupthing bank Sirra
Sunna Dögg

Nýbakað og síðan í gær
Hildur Þóra
Jósef Ýmir
Dagur Orri

Hall of Shame
Hjaltinn minn

Pólitík.is
Evrópusamtökin
Bekkurinn minn
Silfur Egils
Sellan
SHA
Femínistar
Vinstri
Múrinn
Deiglan
Jamie Oliver
Michael Moore


Darían er skemmtilegt vefrit og gaman er að lesa hana. Hinsvegar er það sem Darían býr yfir prífat og persónulegt yfirráðasvæði Dagbjartar Hákonardóttur, stud. juris, sem kann ekki við að láta birta ummæli sem hér finnast í ritmiðlum óspurð. Leiksoppar klósettpappírsritanna eru vinsamlegast beðnir um að virða slíkt, sem og aðrir.

Arkífinlaugardagur, júlí 15, 2006  

Veðréttur

Kaffi.

|Dagga| 16:45


föstudagur, júlí 14, 2006  

Fjórtán núll sjö

Stormur, rok og rigning. Og að sjálfsögðu ég á afmæli.

Aö fagna afmælisdegi er ótrúlega fáránlegt fyrirbæri. Það að halda upp á fæðingardag sinn er gríðarlega sjálfhverft og asnalegt en samt svo sjálfsagt. Ég er sérlega mikið afmælisbarn í mér og vil gjarna gera sem mest og best úr deginum. Móðir mín elur það upp í mér og heimtar að baka köku ár hvert og bjóða heim í veislu.

...Sem sökum árstíðar reynist gjarna torvelt. Mannlaus barnaafmæli eru mér minnisstæð en alltaf var þó gaman. Og óskaplega sjaldan gott veður. En, maður hefur þó alltaf getað gert eitthvað smá. Í kvöld ætla ég t.d. úd at spís með makanum og síðan skralla svoldið smá smá. Þó ég eigi að vera að læra á morgun.

Æji... what to do what to do. Ætti ég að djamma?

En já.... þakka allar hamingjuóskir og tek við fleirum fram eftir degi. Elska ykkur öll!

|Dagga| 09:29


fimmtudagur, júlí 13, 2006  

Í ALVÖRU TALAÐ


Það er hægt að eyða sumarkvöldum (þó þau séu smá grá) í að horfa á eitthvað annað en skjá einn. Eða Greys anatomy.

.....t.d. Yes Minister eða Alan Partridge.


En samt... sjónvarpsleysi er dyggð dyggð dyggð.

|Dagga| 16:47


miðvikudagur, júlí 12, 2006  

Kollumaðurinn strikes again

Jæja

Villi Vill bara búinn að senda póst á alla bæjarbúa og sjanghæa þá í massahreinsun þann 22. júlí. Nú á víst að taka hressilega til í bænum og gera það sem unglingavinnunni ætti að vera borgað fyrir að gera.

En ég á ekki riffil þannig að ég get ekki tekið þátt. Sorrí.

|Dagga| 10:04


þriðjudagur, júlí 11, 2006  

Kisubörnin kátu

Ég var fótgangandi á heimleið eftir langan og strangan vinnudag í gær, þegar ég rakst á feitan bröndóttan fress sem lá í mestu makindum og naut útsýnisins í Elliðaárdalnum. Eins og mér er einni lagið fór ég nú að klappa kauða og kom í ljós að þarna var heljarinnar kelirófa á ferð. Ætlaði síðan að halda heim á leið en kisi vildi ekki sjá það, elti mig á röndum langleiðina niður á Sogaveg.

Þá hætti mér að standa á sama og fór að skoða hálsólina. Umræddur aðili gegnir undir nafninu Mosi og býr í Álakvísl. Álakvísl? Það er langt langt í burtu.. nánar tiltekið í Árbænum, og m.a.s. fyrir stæðilegan fress er það langt að fara. Ég átti erfitt með að skilja greyið eftir aleitt. Ákvað því að freista gæfunnar og hringja í eigandann sem var með GSM númer sitt á ólinni.

Og ég hringi. Unglingsstúlka svarar. Ég segist vera með köttinn og spyr hvort hann eigi að vera svona langt í burtu frá heimili sínu.

Eigandi: Hvar er hann?
Dagga: Alveg niður á Sogavegi, er það ekki fullangt í burtu frá Álakvísl?
E: Ha, hvar er það?
D: Eh.. hjá Sprengisandi og Elliðaárdalnum. Er kötturinn sumsé ekki týndur eða?
E: Ha, jú, í viku.
D: VIKU???
E: Eh, heyrðu ég er að vinna, má ég hringja eftir smá? Bæ.

Mér blöskraði. Ekki aðeins var kisugreyið búið að vera fjarri heimili sínu í heila viku, heldur var eigandinn einn af þessum kærulausu. Alveg sama þótt ástkært gæludýr sé horfið og kætist ekki tilfinnanlega þegar finnandi hringir með þessar gleðifregnir. Mætti halda að ég væri frekar nýbúin að finna debetkortið hennar.

Síðan tóku við einhverjar mínútur þar sem ég var að reyna að hafa ofan af kisa og fá hann til að halda sig nálægt mér. Það var auðvelt því hann vildi borða kjúklinginn sem ég hafði keypt skömmu áður (fékk þó ekkert) en þið getið ímyndað ykkur hversu svangur veslingurinn var.

Loks hringdi eldri kona sem var aðeins meira caring, en hún var álíka snjöll og barnabarnið í landafræðinni, þar sem hún hafði ekki hugmynd um hvar Sogavegur var, og við kisi höfðum ferðast eitthvað aftur að Mjóddinni þannig við mæltum okkur mót þar. Og þá hófst puðið.

Mosi litli hafði hingað til fundist ég skemmtilegur leikfélagi en annað tók við þegar ég ætlaði að ferðast með hann í Mjóddina. ÓÓÓónei! Kvikindið slapp tvisvar frá mér og hljóp út í buskann með mig hlaupandi á eftir sér, en eftir um hálftíma streð og tilheyrandi klórum, bitum og spangólum af hálfu kisa (sem heyrast ekki í kattardýrum nema verið sé að baða þau) komst Mosi litli í hendur ömmu.

Og ég labbaði heim. Aftur. Öll út í kattahárum og markeruð af kattaklóri.

Amma hringdi síðan seinna um kvöldið og þakkaði mér fyrir björgina. Kom þá í ljós að þetta var svo sannarlega ekki í fyrsta sinn sem Mosi skoðar heiminn til lengri tíma og sennilega ekki í það síðasta, enda væru eigendur að reyna að halda kisa inni en sökum villidýrseðlis var það torvelt og svæfing væri hugsanlega á dagskrá. Viðbrögð stúlkunnar urðu mér skyndilega ekki jafn óskiljanleg. En. Það er samt gaman að hafa bjargað kisu.

---
Mín kisa var sló í gegn á laugardagskvöldið og veiddi sér fugl til að gefa húsbóndum, þeim til ómældrar ánægju. Eða hitt þó. Þetta þýðir að Silvía litla hefur verið að veiða fugla og mýs okkur óafvitandi í fleiri mánuði. Foj og poj! Sú stutta stendur frammi fyrir því að fá framvegis ekki að fara út á kvöldin, og út fer hún ekki án bjöllu.


Kettir. Og svo er maður að halda því fram að þetta séu gæludýr?

|Dagga| 10:03