daria * blogg hégómans
|
miðvikudagur, júlí 26, 2006 Fegurðardrottningarvæðingin Finnst engum fegurðardrottningardýrkun Íslendinga ógnvænleg nema mér? Alltént virðist vera orðið erfitt fyrir kellingar að vinna við sjónmiðla nema þær séu a) Heimdellingar b)Fegurðardrottningar c)bæði (sjaldgæft og eftirsóknarvert). Á Norðurlöndunum er aftur á móti alls ekki á allra vitorði hver er fegurðardís landsins hverju sinni. Og það er ekki Prime Time TV.. það er sjoppusjónvarp. Á Íslandi eru þær hylltar sem hálfgyðjur. Og allir þeir sem gagnrýna eru feitir abbó femínistar. Ókei. ég skal hætta að vera vond við mér fegurri kynsystur. Ef ég held áfram gæti ég sært. Eða þá gefið mig út fyrir að vera abbó (sem er náttúrulega skelfilegra). En ég segi: Fegurðardísir í fjölmiðlabindindi! |Dagga| 15:39 |