daria * blogg hégómans
|
sunnudagur, október 19, 2003 Bókasafnsblogg Ég hef ákveðið að nota tækifærið og vinna eins og moðerfökker í hinu svokallaða Vetrarfríi okkar MH-inga. Nokkrir Brynjólfar eru ekki tíndir upp úr skítnum. Við erum þó ekki að tala um nein býsn af Ragnheiði, því miður. Gærkvöld... ...var ánægjulegt. Við Hjalti fórum með mömmu á tónleika í Salnum. Ekki var erindið ónýtt; Valgeir Guðjónsson með Diddú og hljómsveit. Ji. Við sátum alveg á fremsta bekk með nánustu fjölskyldumeðlimum tónlistarmanna sem mömmu leið ekki par vel með. Aftur á móti fílaði ég það í botn, enda voru tónleikarnir alveg príma. Lög Valgeirs við kvæði Jóhannesar úr Kötlum voru náttúrulega í aðalhlutverki en ég ærðist þegar Diddú tók lögin Gæfa og Gjörvileiki og svo náttúrulega mitt all-time-favourite: Nei Sko. Ég átti ekki eitt aukatekið.... Eftir tónleikana fórum við á Oratorsdjamm á Felix og hittum þar fyrir Söndru, Önnu Pálu, Önnu Té og Viggu. Þar voru lögfræðistúdínurnar tvær að fagna því að fyrsta prófið var yfirstaðið. Þær gerðu það með trompi, enda eitthvað strákastúss á þeim báðum. Segi ekki meir. |Dagga| 14:51 föstudagur, október 17, 2003 LOKSINS LOKSINS! 100-listinn minn! Ég var að rúnta um nokkur blogg um daginn og komst að því að ætli ég að halda áfram ofurbloggmennsku minni yrði ég að gera svona lista. Hann var gerður á hálftíma á þjóðarbókhlöðunni í gærkveldi. Svona er ég nú dugleg.... 1. Ég heiti Dagbjört Hákonardóttir og bý Kópavogi 2. Ég bý í laxableikri blokk við hliðina á Smáralind 3. Ég er 19 ára og fædd á því herrans ári 1984 4. Ég er í Menntaskólanum við Hamrahlíð og klára í vor 5. Ég sit í Norðurkjallara 6. Eftir MH ætla ég í lögfræði 7. ...en stefni samt á að verða lögfræðingur litla mannsins 8. Ég hef alltaf búið í Kópavogi, alls þremur mismunandi hverfum 9. Fyrir utan eitt ár í Danmörku þegar ég var sjö ára 10. Mamma mín heitir Kata 11. Ég á eina yngri alsystur og tvo tvíburahálfbræður 12. Elskhugi minn heitir Hjalti Snær Ægisson 13. Ég hef aldrei átt gæludýr, að frátöldum gullfiski systur minnar 14. En mamma drap hann óvart 15. Mig langar í kisu 16. Ég hef verið bloggari síðan sumarið 2002 17. En hóf ekki ofurbloggun fyrr en í byrjun 2003 18. Mamma mín heldur að ég gífurlegur tölvusnillingur og eigi framtíð fyrir mér innan tölvufræða 19. Ég leyfi henni að halda það 20. Frægasti maður sem ég hef talað við er án efa Damon Albarn. 21. Það er mjög ómerkilegt í sjálfu sér 22. Mamma hefur hinsvegar hitt Eric Cantona 23. Mig langar mest til að spjalla við George W. Bush eða Yoko Ono 24. Sumir segja að ég líkist Audrey Hepburn eða Winonu Ryder 25. Það er rugl. Ég vil líkjast Dolly Parton 26. Uppáhalds kvikmyndin mín er m.a. The Royal Tenenbaums 27. Ég elska Spilverk Þjóðanna, og Bítlana. 28. Tónlistarsmekkur minn er óaðfinnanlegur 29. Ég er alger subba 30. Ég er líka löt 31. Ég er mjöööööööög óstundvís og sein 32. Þó ekki jafn sein og mamma eða Anna Pála 33. Ég kann á þverflautu 34. Ég er í MH kórnum og er sópran 35. Sumir segja að ég sé Alt-karakter 36. Ég er þeim hjartanlega ósammála 37. Ég hef farið til Skotlands og Filippseyja með kórnum 38. Annars hef ég komið til Danmerkur, Svíþjóðar, Englands, Póllands, Bandaríkjanna, Kanada, Austurríkis, Þýskalands, Ítalíu, Spánar, Portúgal og Malasíu 39. Mér finnst afspyrnu leiðinlegt í flugvél 40. Mér finnst Ísland besta land í heimi 41. Ég er alger antísportisti 42. Var þó mjög hæfileikarík ballerína sem barn 43. Ég er stundum að fikta við pólitík 44. Ég trúi því ennþá að bangsar og dúkkur lifni við á nóttunni 45. Ég er gjaldkeri Ungra Jafnaðarmanna, og er því í framkvæmdastjórn 46. Ég kann ekki á bókhald 47. Ef það væri til formlegur aðdáendaklúbbur Ingibjargar Sólrúnar væri ég í honum. 48. Annað má þó segja um manninn með slaufuna (hóst) 49. Ég ætla ekki á þing 50. Uppáhaldsmaturinn minn er brauð með osti 51. En ég kann alveg að gera gott risotto 52. Ég á fína fartölvu 53. Mér finnst óþægilegt að ganga í buxum 54. Enda er ég yfirleitt í pilsum 55. Mér finnst ekkert sérlega gaman að hanga á kaffihúsum 56. ..nema þegar það er eitthvað mönts í gangi eða skemmtilegur sessunautur á staðnum 57. Mér finnst hinsvegar ógeðslega gaman að fara i bíó 58. Ég á 56k internettengingu því móðir mín skilur ekki tölvur og er borgunarmanneskjan á heimilinu 59. Ég nota skóstærð númer 35 og hálft 60. Ég er 164 cm 61. Mér finnst fátt skemmtilegra en að fara í útilegu eða sumarbústað með skemmtilegu fólki 62. Þegar ég verð gömul ætla ég ekki að gera neitt nema spila bridds 63. Ef ég ætti dóttur héti hún Gvendólína; ég myndi samt kalla hana Línu 64. Ég er stundum í Fréttablaðinu um helgar að tala skít 65. Ég er frekar nærsýn 66. Ég á flott kisugleraugu en nota eiginlega alltaf linsur 67. Mér finnst gott að hanga í heitum potti 68. Einusinni leið næstum yfir mig í Kópavogslaug 69. Ég hef handleggsbrotnað í strætó 70. Ég hef líka brákað á mér handlegginn þegar ég var að horfa á úrslitaviðureign spurningakeppni framhaldsskólanna árið 1989 71. Í 9. bekk var ég gagntekin af Friends 72. Það komst á hættulegt stig 73. Ég er ennþá að jafna mig, en er þó manna fróðust um þessa þætti 74. Ég veit að það er asnalegt 75. Mér finnst silfrað Extra best 76. Ég fæ grænar bólur ef ég hlusta á söngkonuna Anastaciu 77. Ég naga á mér neglurnar 78. Ég reyndi einusinni að stofna hljómsveit sem hét Skúffukaka 79. Mér er það líffræðilega ómögulegt að spila á gítar, trommur eða píanó 80. Einusinni vann ég söngkeppni Smáraskóla 81. Ég vil kalla mig femínista 82. Ég á grænt Baby-G tölvuúr 83. Mér alltaf kalt á puttunum 84. Ég drekk frekar kók en pefsí 85. Ég brýt allar siðferðilegar reglur sem mér eru settar 86. Stundum sé ég eftir því, yfirleitt samt ekki 87. Ég safna uglum og ljótum skóm 88. Ég vinn á Bókasafni Kópavogs 89. Það er ágætis vinna 90. Ég vil að Ísland gangi inn í Evrópusambandið 91. Mér finnst bleik lakkrísrúlla betri en gul 92. Það tekur mig u.þ.b. 24 sekúndur að borða slíka í einum munnbita 93. Það er Mararþaraborgarmet í kvennaflokki 94. Ég trúi á framhaldslíf 95. Ég var ábyggilega gyðingur í fyrra lífi 96. Eða kisa 97. Ég borða ekki banana 98. Ég er mesta svefnpurka í heimi 99. Ég kem aldrei neinu í verk 100. Nema þá egósentrískum hlutum eins og þessum lista.... |Dagga| 16:02 þriðjudagur, október 14, 2003 Líðan í dag er afspyrnu slæm. Ég er reyndar laus við allan hita sem eitthvað var að láta á sér kræla í gær en ónæmiskerfið er samt sem áður að bregðast mér. Til dæmis er ég búin að fá hálsbólgu dauðans og svakalegan varaherpes. Ekki dónalegan herpes, þó, sem betur fer! Þannig hef ég aldrei fengið. Frunsan er þó óðum að hverfa og röddin mín líka. Bráðum þarf ég að láta bora gat á hálsinn á mér og fá svona raddgervil. Tja, maður gæti allteins farið á Reykjalund eða Vífilsstaði! Miðað við hvernig ég hljóma í dag ætla ég að láta alla munnlega tjáningu vera í dag. Svei já. Senn koma jólin og ekkert hefur heyrst frá Holtagörðum í ár. Hvað er eiginlega í gangi.. komið langt fram í október! Ég veit ekki hvað kaupmenn landsins eru að pæla. Allavega er ég byrjuð á piparkökuhúsinu! |Dagga| 14:34 |