daria * blogg hégómans
|
sunnudagur, október 26, 2003 Vill einhver selja/gefa mér meðalstórt tvíbreitt rúm? Það má helst ekki vera búið að æla mjög mikið í það.... Tilboð sendist í pósti á dagga_h@hotmail.com eða bara í 6958414. Dagg. |Dagga| 23:18 föstudagur, október 24, 2003 Haha ýkt findið... Ég var að fá skeyti frá hinum sívinsæla Plúsi, ferlega skentlegt sem endranær. Nema hvað, þeir vildu vita hvern ég vildi sjá sem Forseta Íslands á næsta kjörtímabili. Þar voru nefnd einhver 30 nöfn og eitt þeirra var Bryndís Hlöðversdóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar og móðir bræðra minna. Ég merkti þokkalega við hana. X-Bryndís :) Síðan hef ég tekið smá til í tenglasafninu. Og já, bjóðum Atla Bolla aftur velkominn í Efsta Dálk (Ertu núna ánægður, væni??) ásamt Atla Tý og Röggu. Og hef ég þá fjarlægt aðra sem ekki hafa linkað á mig. Svei ykkur, skítseiði! |Dagga| 11:52 þriðjudagur, október 21, 2003 ÓMÆGOD Corky er dáinn! Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það, en Vala sagði mér þetta áðan. Hún vissi fátt annað en að dánarorsök væru í tenglsum við of stóran skammt af kókaíni! Ha?? Aumingja Corky.... Hann hefur snappað á tilverunni. Verandi með Downs-syndrome og allt það. Ég fílaði alltaf Life Goes On í gamla daga; mánudagskvöldin voru allavega frátekin hjá mér í 3. bekk. Fáránleiki!! Ég er akkúrat núna stödd í stjórnmálafræði og jafn mikið roknastuð eins og endranær. Við erum að horfa á ansi merkilega heimildamynd um Reagan-Gorbatsjov fundinn í Höfða 1986. Þess má hinsvegar geta að ,,heimildamynd" þessi er leikin. Af henni má því dæma að Gorbi var flúent í upper-class bresku og Ronald Reagan var mjög annt um mannréttindi alheimsins. As if. Þetta er alls ekki ósvipað Yes Minister og Ronald Reagan er góði kallinn. Hefur einhver séð þetta? Þetta hefur verið sýnt á RÚV.... Ég ætla að reyna að fá Stebba til að selja mér þessa spólu.... |Dagga| 14:46 |