daria * blogg hégómans
|
sunnudagur, maí 09, 2004 Mér er illt í maganum Ég held að mér finnist lúða ekkert sérlega góður matur, allavega gat ég varla kyngt einum munnbita af forláta heilagfiski sem mamma eldaði. Túsjei. En ég gat borðað fullt af ís. Hver skyldi þessi vera? Pulla? Það linkar enginn á mig án þess að pullast til að kynna sig!!Djók djók.. Ó mér finnst svooo gaman þegar ókunnugir linka á mig. Hver ætlar annars að halda júróvisjónpartí? |Dagga| 21:54 föstudagur, maí 07, 2004 Angurværð Síðasta prófið var þreytt fyrir rúmum klukkutíma og er því skólagöngu minni í Menntaskólanum við Hamrahlíð formlega lokið. Ég er ekki frá því að hvít húfa muni prýða kollinn þann 22. maí nk. Það er mjög skrýtið að vera loksins að kveðja skólann sinn, eftir að hafa eytt árinu í að bölva veru minni þar og óska þess að vera komin í Háskólann. Svei mér þá, ef ég er ekki bara svolítið sorgmædd. Eða kannski ekki. Hinsvegar er ég svolítið leið yfir þessu. Allt hlaut að taka sinn enda, og bestu vinir mínir í 7., 8., og 9. bekk kveðja. Ég er nú enginn fanatíker lengur, svosem, eins og dyggustu lesendur vita vel. Nú horfi ég mest á þetta af einskærri skyldurækni, en ég held að það færi vel í DVD hillu að eiga allar seríurnar komplett. Kostar bara svona 90.000. Annars er mynd af Hjalta framan á Fólkinu, fylgiblaði Morgunblaðsins, og á bls. 7 inní blaðinu. Ekki kannski alveg sammála textanum, en þessi mynd er of góð til að minnast ekki á þetta! P.S. Hann er ekki þessi með bjórhattinn!! |Dagga| 11:19 miðvikudagur, maí 05, 2004 Áhyggjur og stress stress stress! Mér er áhyggjufullri stúlku. En ekki út af prófunum, ónei. Kvíðinn læðist að mér eins og lipur skógarköttur í vígahug. Ekki er mikið lesið vegna þessa kvala. Hinsvegar er ekkert hræðilegt við það að fara á Kraftwerk í Krikanum í Kvöld. Nú ætla ég að fara að búa til dansspor fyrir kvöldið. Hvernig ætli sé best að dansa við "We are ze robots?" I'm the operator with my pocket calculator! (dúm dúrúrúm - splíng) |Dagga| 12:06 þriðjudagur, maí 04, 2004 Dylgjublogg Búin að lesa síðan kl. 10 í morgun og er langt frá því að vera hætt. Þetta er æðislegt. |Dagga| 17:03 mánudagur, maí 03, 2004 Út vil ek Andskoti djö. Á morgun fara margir úr framkvæmdastjórn UJ til Svíþjóðar á Norðurlandaþing FNSU. En ekki ég. Afhverju? Jú, ég þarf víst að fara í einhver lítilfjörleg stúdentspróf. DJÖ! |Dagga| 11:13 |